top of page
Screenshot%25202020-06-08%2520at%252013_

-  UM OKKUR  -

Reynir bakari 

 

            Reynir Þorleifsson, bakari, var einn helsti frumkvöðull atvinnuuppbyggingar í Kópavogsdalnum, á tíunda áratug síðustu aldar . Frá árinu 1994 hefur verið starfrækt þar  handverks bakarí, brauðgerð og kaffihús undir skírnarnafni hans eða einfaldlega Reynir bakari sem hann ásamt konu sinni rak allt þar til hann féll frá árið 2019 en tóku þá synir þeirra, þeir Þorleifur Karl og Henry Þór við rekstrinum. Þeir bræður lærðu báðir bakararaiðn hjá föður sínum ungir að aldri og hafa unnið meira og minna við bakstur alla tíð. Bakaríið er með sínar höfuðstöðvar að Dalvegi 4, en eitt minna útibú er einnig rekið í verslunarmiðstöð Hamraborgar. Hjá Reyni bakara starfa að jafnaði um 20 manns. Fyrirtækið býður einnig upp á kaffihlaðborð fyrir ýmis tækifæri, en allar nánari upplýsingar er að finna inn á: www.reynirbakari.is

 

Æviágrip

Reynir fæddist í Vestmannaeyjum árið 1952 og lærði sína iðn þar hjá Sigurmundi Andréssyni í Magnúsarbakaríí. Eftir eldgosið í Heimaey árið 1973 hélt hann til Hafnarfjarðar og kláraði sitt síðasta ár sem lærlingur í Snorrabakarí, en á árunum 1974-1990 var starfað hjá Bernhöftsbakaríi og jafnframt farið með eignahlut þar. Eftir þetta hófst merkilegur tími, þar sem bakstrinum var gefið frí og unnið hjá Evert Evertssyni í Efnagerð Laugarness, en þar var á ferðinni heildverslun sem sérhæfði sig í miðlun og kynningu á tækjum og framleiðsluvörum til bakaría og brauðgerða. Reynir starfaði þarna í fjögur ár, kynntist vel öllu nýjabrumi í bakstursiðn og öðlaðist nýja sýn á hana, auk þess sem hann sótti fjölda námskeiða erlendis.

 

Bakarí í eigin nafni

            Með þessu lagði Reynir Þorleifsson rækilega grunninn að eigin rekstri, í eigin nafni. Fyrirtækið Reynir bakari ehf. er síðan opinberlega stofnað þann 1. febrúar 1994, en fyrsta aðsetrið opnaði í leiguhúsnæði við Kleifarsel í Breiðholti . Árið 1995 var haldið þaðan yfir í núverandi húsnæði að Dalvegi 4, en á þeim tíma var Kópavogsdalurinn eyðilegt athafnasvæði og fannst því mörgum sem þetta væri fáránleg staðsetning fyrir bakarí. Reynir vissi þó sínu viti og hafði þá nýlega kynnt sér úthugsað framtíðarskipulag væntanlegrar helstu verslunaræðar Kópavogs, sem tók á sig mynd með opnun Smáratorgs árið 1997. Framhaldið þekkja síðan allir.

Eftirsótt handverk

            Á þessum 26 árum hefur handverk Reynis bakara áunnið sér virðingarverðan sess hjá Kópavogsbúum og nærsveitungum, sem margir hverjir taka á sig langa leið til þess að komast í eftirsótt úrvalið af einstökum brauðum, bakkelsi og kökum enda allt gert á staðnum frá grunni og mikil áhersla lögð á að neytendur njóti þess allra besta í hráefnum og kornmeti sem völ er á.  Einnig hefur Henry Þór Reynisson sérhæft sig í einstari konfekt- og súkkulaðigerð sem slegið hefur heldur betur í gegn en súkkulaðigerð þeirra er rekin á efri hæð bakarísins og afraksturinn seldur t.a.m. í bakaríinu. Myndir og frekari upplýsingar má finna á heimasíðunni www.henrythor.is

bottom of page